CrossFit- og Þrekmeistarahópur Sporthússins

Vefsetur áhugafólks um CrossFit og Þrekmeistarann

10.03.2009 23:27:19 / workout

www.crossfitsport.is

Áður en þið yfirgefið síðuna alveg vil ég endilega hvetja lesendur til að kíkja reglulega á www.crossfitsport.is , sem er vefsíða CrossFitSport, sem rekur CrossFit námskeið í Sporthúsinu. Sérstaklega vil ég benda crossfitturum í Sporthúsinu á að hægra megin á forsíðu eru auglýstar laugardagsuppákomur sem þeim er velkomið að mæta í.

Óska Eddu, Reyni og co góðs gengis með nýja síðu.
Leifur Geir


» 2 hafa sagt sína skoðun

01.03.2009 18:34:16 / Edda

Ný vefsíða CrossFit hópsins

Nú höfum við opnað nýja síðu þar sem við birtum WODin og kommentin ásamt ýmsu öðru. Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta skráð sig inn á síðuna og þar með orðið partur af hópnum. Síðan verður opin út marsmánuð en eftir það verður hún lokuð og aðeins meðlimir hópsins hafa aðgang að síðunni.

www.crossfit.lagar.nu

Við viljum þakka gamla og góða þrekmeistarahópnum fyrir þessa síðu en hún hefur verið býsna góð og oft fjörugar umræður farið hér um!

Kv. Edda  ;)

» 3 hafa sagt sína skoðun

26.02.2009 16:48:46 / Edda

Sjósund fyrir þá sem þora!!!

Verið er að skipuleggja Sjósunds WOD sem ætlað er öllum áhugasömum Crossfitturum.

Keppt verður Miðvikudaginn 4. mars kl. 17:30 í Nauthólsvíkinni.  Takið daginn frá og fylgist með síðunni því WOD-ið verður birt þegar nær dregur.

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig í kommentin!

Einnig er verið að vinna í flutningi á aðra síðu þar sem við munum halda áfram að setja inn æfingu dagsins fyrir þá sem hafa áhuga á að halda hópinn og vera með ;)

Með kveðju,
Edda

» 5 hafa sagt sína skoðun

23.02.2009 18:11:56 / Edda

WOD 23. febrúar 2009

Mánudagur til mæðu......


For time:
Row 500 meters
115 pound Push press, 21 reps (kk 52,5kg og kvk 35 kg)
Row 500 meters
115 pound Push press, 18 reps
Row 500 meters
115 pound Push press, 15 reps
Row 500 meters
115 pound Push press, 12 reps

Post time to comments.

Kv. Edda


» 9 hafa sagt sína skoðun

23.02.2009 18:09:53 / Edda

WOD 22. febrúar 2009

Sunnudagskvölin er front squat. Hnébeygjur niður fyrir 90° svo þær teljist fullgildar. Þyngd að framan og teknar 3 endurtekningar áður en stöngin er lögð niður.

Front squat 3-3-3-3-3 reps

Post loads to comments.

Kv. Edda


» 3 hafa sagt sína skoðun

21.02.2009 12:33:14 / Edda

WOD 21. febrúar 2209: Joshie

Laugardagsæfingin er nokkuð erfið að þessu sinni. Ketilbjöllusnörun (eða lóðasnörun) með annarri hendi og upphífur í L stöðu.


"Joshie"

Complete three rounds for time of:
40 pound Dumbbell snatch, 21 reps, right arm (kk 17,5kg og kvk 12,5kg)
21 L Pull-ups
40 pound Dumbbell snatch, 21 reps, left arm
21 L Pull-ups

Post time to comments.

These are squat not power snatches.

Kv. Edda


» 6 hafa sagt sína skoðun

19.02.2009 11:50:45 / Edda

WOD 19. febrúar 2009

Í dag er það algjört alvöru Crossfit wod fyrir alvöru Crossfittara! Dýfur í hringjum, sprettur, armbeygjur - brjóst í gólf, sprettur og að lokum handstöðuarmbeygjur og þá á nebbinn að snert gólfið og að lokum sprettur.
Ef þið breytið einhverju í æfingunni eða farið ekki fulldjúpa handstöðuarmbeygjur, takið það þá fram í kommentum.


For time:
50 Ring Dips
Run 400 meters
50 Push-ups
Run 400 meters
50 Handstand push-ups
Run 400 meters

Push-ups are honest push-ups. Handstand push-ups are "nose to floor".

Post time to comments.

Have fun!
Kv. Edda


» 8 hafa sagt sína skoðun

18.02.2009 13:42:13 / Edda

WOD 18. febrúar 2009

Grunnæfing í dag. Upphífur, upphífur og upphífur og nú er það bara að þrauka sem lengst. Setjið klukkuna í gang og takið 1 upphífu á fyrstu mínútunni, 2 á annarri og svo koll af kolli. Skráið hve margar mínútur þið endist og hvernig upphífur þið gerið ;)

With a continuously running clock do one pull-up the first minute, two pull-ups the second minute, three pull-ups the third minute... continuing as long as you are able.

Use as many sets each minute as needed.

Post number of minutes completed to comments.

Æfingin var síðast tekin 2. nóvember 2008 - samanburðartími: 081102.

Kv. Edda


» 7 hafa sagt sína skoðun

17.02.2009 08:32:41 / Edda

WOD 17. febrúar 2009

Ný æfingalota hefst á squat clean 7x1. Nú er bara um að gera að vanda sig og taka eins þungt og þið treystið ykkur til.

Squat clean 1-1-1-1-1-1-1 reps

Post loads to comments.

Æfingin var síðast tekin 28. október 2008 - samanburðartími: 081028.

Kv. Edda


» 9 hafa sagt sína skoðun

15.02.2009 13:30:02 / Edda

WOD 15. febrúar 2009

Svo er það sunnudagurinn! Róður - boðlegir 500m, verkfæri djöfulsins :klikk:- burpees aðeins 21 stk  og svo sprettur 400m. En bara litlar þrjár lotur. Ekkert mál og bara skítlétt. Hver ætlar að verða fljótastur?

3 rounds for time of:
Row 500 meters
21 Burpees
Run 400 meters

Post time to comments.

Kv. Edda


» 11 hafa sagt sína skoðun

15.02.2009 13:27:28 / Edda

WOD 14. febrúar 2009

Þetta er ein af þessum vinnuhlegum þar sem ég er mjög bissý í sósíallífinu líka og er óhætt að segja að það hafi verið fagnaðarfundir í morgun þegar ég vaknaði og hitti börnin mín eftir að hafa varla sést á heimilinu síðan á fimmtudaginn!. Reyndar er framundan kvöldvakt í kvöld og meira á morgun!

En hér kemur æfing gærdagsins! Sumo deadlift high-pull er gerð með þröngu gripi um lyftingastöng og henni lyft frá gólfi  (í hnébeygju) upp að höku með olnbogana út og upp. Fyrir þá sem ekki treysta sér í dýfur í hringjum má gera þær í grind eða með hjálparþyngd undir. Takið fram í kommentum ef þið breytið æfingu.

Seven rounds for time of:
95 pound Sumo-deadlift high-pull, 10 reps (kk 42,5 og kvk 30kg)
10 Ring dips

Post time to comments.

Æfingin var síðast tekin 28. febrúar 2008 - samanburðarími:  080228.

Kv. Edda


» 5 hafa sagt sína skoðun

13.02.2009 09:02:59 / Edda

WOD 13. febrúar 2009: FRAN

Já föstudaginn 13. febrúar kemur Crossfit æfing NÚMER EITT!!!! FRAN er sérstakt uppáhald mjög margra sem þetta stunda og keppast allir við að gera æfinguna á sem stystum tíma. Ég vil því benda á að þó þið viljið komast niður í 1,5 mínútu þá er alltaf mikilvægara að gera æfinguna vel og rétt. Thruster er djúp hnébeygja með stöngina í front stöðu. Svo djúp að læri eiga að snerta kálfa. Síðan er unnið af miklum sprengikrafti við að koma stönginni uppfyrir höfuð. Handleggi alveg upprétta og frá hlið eiga eyrun að sjást fyrir framan handlegg - ALLTAF.
Upphífurnar skal líka vanda og eiga þær að vera þannig að þið réttið alveg úr handlegg í neðstu stöðu og hakan að stöng í efstu stöðu.

:klikk:Ef þið náið ekki að gera æfinguna svona þá er gott að taka það fram í kommentum :klikk:

"Fran"

Three rounds, 21-15- and 9 reps, for time of:
95 pound Thruster (kk 42,5kg og kvk 30kg)
Pull-ups

Post time to comments.

Æfingin var síðast tekin 3. desember - samanburðartími: 081203.

Kv. Edda


» 10 hafa sagt sína skoðun

11.02.2009 18:05:23 / Edda

WOD 11. febrúar 2009

Ljómandi hugguleg æfing með 4x45 endurtekningum af eðalfínum æfingum!

For time:
45 Double-unders
135 pound Squat clean, 45 reps (kk 60kg og kvk 40kg)
45 Ring Dips
45 Double-unders

Post time to comments.

Æfingin var síðast tekin 28. júní 2008 - samanburðartími: 080628.

Kv. Edda


» 4 hafa sagt sína skoðun

10.02.2009 08:38:19 / Edda

WOD 10. febrúar 2009

Ein góð í dag! Og líka skemmtileg. Réttstöðu-dauðalyftur. Reynið svo að gera þetta almennilega og rífa upp einhverjar þyngdir mýslurnar ykkar :haha:

Deadlift 1-1-1-1-1-1-1 reps

Post loads to comments.

Æfingin var síðast tekin 19. ágúst 2008 - samanburðartími: 080819.

Kraftakveðja,
Edda


» 7 hafa sagt sína skoðun

09.02.2009 11:36:59 / Edda

WOD 9. febrúar 2009: Cindy eða Mary

Tvær skvísur í dag. Svo nú má velja sér æfingu eftir ofurhæfni :haha:
Cindy er einföld og óneitanlega skemmtileg. Aðeins 5 upphífur, bara 10 armbeygjur og einungis 15 hnébeygjur og það í milljón lotum á 20 mínútum.
Fyrir þá sem eru svona aðeins meira "advanced" þá er það Mary! Endurtekningar þær sömu en æfingarnar aðeins erfiðari. Já handstöðu armbeygjur, hnébeygjur á öðrum fæti (til skiptis) og fleiri upphífur.


"Cindy"
Complete as many rounds in 20 minutes as you can of:
5 Pull-ups
10 Push-ups
15 Squats

OR

"Mary"
Complete as many rounds in 20 minutes as you can of:
5 Handstand Push-ups
10 One legged squats, alternating
15 Pull-ups

Post your choice of girls and rounds completed to comments

Æfingin var síðast tekin 21. desember - samanburðartími:  081221.

Kv. Edda


» 5 hafa sagt sína skoðun

Síður: 1 2 3 ... 33